Uppeldis- og menntunarfræðin
Dagsetning
21. nóvember 2014
Könnun
Hvernig fílaru þig í skólanum?

13.2.2008 05:14:37 / uppeldisfraedin

Glósur

Hérna getum við haft glósubanka;)

Glósur úr Myhre sem fundust á netinu:)

1. kafli:

 

Uppeldisfræði:       sýnir okkur hvernig uppeldi hefur tekið breytingum

Sýnir okkur þróun hugtaka

 

Þekking auðveldar okkur að skilja stöðuna í nútímanum

Menn taka afstöðu ef þeir þekkja bakgrunninn

Kynnumst einstaklingum sem hafa gert eitthvað drífandi = hvatning

 

Hvernig er bókin skrifuð:

 

Lykilhugtök og víddir

Það sem er nýtt á hverjum tíma er sýnt í samhengi við það sem á undan er

Aðeins teknir brautryðjendur

Tengsl milli uppeldisstefna og uppeldisfræðingaa

Tekur fyrir söguskeið

 

Frumhugtök og víddir

 

Guð, maðurinn og heimurinn

 

Útfrá þessu hafa orðið til alls konar víddir sem bera í sér andstæður tveggja skauta.

 

Aðallega:

 

Maður – náttúra:  Ef myndast ójafnvægi og menningin missi takt við 

náttúruna myndast menningardýrkun (kulturisme) en ef maðurinn tekur að dýrka náttúruna á einhæfan hátt og vill ekki skoða kröfur menningarinnar heitir það náttúrudýrkun (naturalisme) Ef annað nær yfirhöndinni myndast iðulega hreyfingar sem mótmæla.

Veraldlegt – trúarlegt.

Átök koma fram í lífsviðhorfi, skilningi okkar á manninum, spurning um siðferði.  Trú og þekking. Veraldlegt táknar það sem tilheyrir þessum heimi og menningarverðmæti eða gildi sem maðurinn skapar.  Trúarlegt er eitthvað sem er hafið yfir hið veraldlega, álitið heilagt og menn nálgast í lotningu. Ef veraldlegt er jákvætt = minnir á hvað maðurinn getur sjálfur, ef trúarlega jákvætt = varpar ljósi á hið veraldlega, gefið því merkingu og orðið hvatning til starfs.  Ef neikvætt = trúarlegt drottnandi endar í ófrjórri dýrkun á kristilegheitum en ef veraldlegt drottnandi = veraldardýrkun = sekulalrisme þarf skýringar á öllu og hafnar öllu yfirskilvitlegu.

Afhelgunarhugtakið – sekularisme:  getur náð yfir þrennt, guð manninnn og heiminn.

 

Heimurinn: Náttúran tilbeðin, ekki endilega í andstöðu við kristni.

Aðallega á 16. og 17. öld ( sigurganga náttúruvísindanna) 

Guð: ósamræmi milli hins veraldlega og trúarlega.  Maðurinn setur frelsi

sitt og og sjálfstæði ofar, getur endað í guðsafneitun(ateisme) eða menn haldi því fram að um veraldlega hluti sé ekkert vitað(agnostisisme) Aðallega á 18. og 19. öld ( upplýsingaöld og tímabil náttúrudýrkunar og pósitívisma)

Maðurinn: afhelgun mannsins þýðir að hann er ekki lengur talinn

skapaður í guðs mynd, heldur sem hluti af náttúrunni.  Aðallega 20. öld kenningar í heimspeki, sálarfræði ( sálgreining og atferlisstefna)

 

Ef kemur einstefna = þröngsýni og öfgar.

 

Efnishyggja – hughyggja: Efnishyggjan telur að eini raunveruleikinn sé

efnið og andinn sé aðeins afurð hennar. En samkvæmt hughyggjunni er raunveruleikinn andlegur í innsta eðli sínu. Efnishyggjan getur haldið aftur af andlegheitum hughyggjunnar svo hún missi ekki sjónar á áþreifanlegum veruleika.  En hughyggjan getur minnt efnishyggjuna á að margt sé til í heiminum sem ekki verður útskýrt með efnishyggju. Til er heimspekistefna að hughyggjulegum toga en það er platónskan.

 

Einstaklingur – samfélag: jákvætt samband = félagsandi þroskast hjá

einstaklingnum  og stuðlar að heilbrigðu samfélagi.  Ef sambandið er neikvætt getur það verið einstaklingshyggja sem hafnar félagsábyrgð, en á hinn bóginn getur félagsandinn endað í alræðisskipulagi sem hafnar frelsi einstaklingsins og sjálfstæði. Lýðræði er samspil einstaklingshyggju og félagsanda. Lýðræði byggir á frelsi hvers manns en með þeirri ábyrgð sem fylgir að vera hluti af samfélagi.

 

Hefðir – nýbreytni: sé hefðin ekki opin heldur lokuð fyrir endurnýjun =

hefðardýrkun getur hún heft og lamað, en breytingar verða líka að hafa kjölfestu, annars verða þær ekkert nema tilraunakennt fálm.  Hefð = neikvætt = íhaldssemi, menn ríghalda í reglur sem engin góð rök eru fyrir, t.d. staða konu í karlasamfélagi.  Breytingar = neikvætt = byltingar og breytingar geta orðið aðalatriði breytinganna vegna, getur endað í rótleysi og skert sjálfsstjórn ( póstmodernismi)

 

 

Menningarkreppa: Kulturkrise. Menningarátök.

 

Mikilvæg hugtök: menning, menntun, uppeldi, nám, kennsla, skóli

Flokkun:

 Stofnanir

Aðferðir

Inntak

Markmið

Helstu hugsjónir og ástand samfélagshátta

 

 

Deilur um markmið í umræðunni um inntak uppeldis og fræðslu:

1)                 fulltrúar menningar og hefðar = miðla vestrænum menningararfi og lífsgildum

2)                 nútíðarfulltrúar = gera æsku hæfa takast á við verkefni dagsins

3)                 róttækir= kennsla sem gerir æskuna gagnrýna á eigið samfélag

4)                 málsvarar barnanna=velferðarmál barna

 

 

Menntakerfi uppeldisrannsóknir
Hvað gerist í kennslustofunni. Áhugi í dag. Félagsleg hlið náms. Hvernig nám á sér stað í félagslegu samhengi. T.d. samskipti kennara + nemenda, hvernig vinna nemendur saman. Lífsafstaða og lífsgildi nemenda í 9. og 10 bekk. Stjórnunarhættir í skólum.

 

2.kafli:

 

Rómverjar tóku frá Hebreum og Grikkjum og byggðu heimsveldi.

Grísk manngildisstefna: hið sanna, hið góða, hið fagra

 

Þó Egyptar og babýlóníumenn væru á undan Grikkjum og komu með frábæra byggingarlist o.fl. kom fram nýr þáttur með Grikkjum, þ.e. forvitni. Skilja, flokka og finna reglur. Heimspekingarnir elstu skoðuðu heiminn og náttúrufyrirbæri.

 

Elstu grísku heimspekingarnir beindu rannsóknum að heiminum og reyndu að finna skýringu á náttúrufyrirbærum.

Sófistarnir Sókrates, Platon og Aristoteles:

 

Maðurinn og samband hans við sjálfan sig, samfélagið og tilveruna er aðalviðfangsefni hugsunarinnar. Þeir mótuðu helstu greinar heimspekinnar og sköpuðu heimspekihugtök sem eru enn í gildi, s.s. rökfræði, siðfræði.

 

Heimspeki og vísindi eru aðalatriðið þegar við hugsum um Grikki, en þeir settu líka mark sitt á höggmyndalist, byggingarlist, skáldskap, harmleiki og gleðileiki. Þeir mótuðu einnig hugsunina um lýðræðið.

(spurning um nánara?)hjá þeim sem tóku 2. kafla  

 

uppeldi og menntun í Grikklandi:

 

Náið samband milli uppeldis og stjórnunar ríkisins

Grísk list, leikhús, bókmenntir, heimspeki og líkamsrækt var ætlað uppeldislegt hlutverk.  Orðið Paideia sem táknaði barnauppeldi fékk smám saman víðtækari merkingu og þýddi þá alhliða persónuþroska og menningarskyn.

 

Sparta var fræg fyrir að verja Hellas gegn útlendingum 750-500

 en Aþena miðdepill grískrar menningar – tímabil 500-350 f.kr.

 

Sparta=markmið uppeldis að skapa skilyrðislausa hlýðni við ríkið, líkamshreysti, harðneskju og vopnfimi.

 

Aþena=meira svigrúm fyrir einstaklinginn en í Spörtu. Þegar best var  heldust einstaklingsþroski og þarfir samfélags og ríkis í hendur.

 Í Aþenu var svo tekið upp á því að samstilla hið listræna og svo leikfimiþáttinn. 

 

Sigur í persastríðum þýddi að alþýðufólk krafðist hluta af ágóða ríkis og stjórnmálalegum réttindum – þjóðveldi-málfrelsi-kosningarréttur á þjóðþingi- þörf fyrir þekkingu, skilning og hæfni til að geta talað á þingi.

Sófistar voru viskukennarar lögðu áherslu á málfræði, mælskulist og rökfræði. Mótuðu evrópska menntun.

 

Sókrates 470-399: sannleikurinn er til og unnt er að finna hann (frh.)

Kafli 2       Vestræn gildi – evrópsk menntahefð verður til

Salome

 

referrelative="t" o:spt="75" coordsize="21600,21600">

Okkar vestræna menning og hugsunarháttur byggðist á árunum 500 f.Kr. til 500 e.Kr. Fyrri helminginn höfðu Grikkir áhrif, seinni helminginn komu áhrifin frá hebreskum-kristnum (hebrear) hugarheim. Þessir tveir heimar mætast og mynda saman okkar menningarheim.

Hlutverk Rómverja var skapa. Þegar grískir, hebreskir og rómverskir hugarheimar bræddust saman mynduðust miðaldir og varði í 1000 ár.

Grísk manngildisstefna – hið sanna, hið góða, hið fagra.

Egyptaland og Babýlon kölluð ævintýralönd fornalda. Þau náðu árangri í byggingalist, stærðfræði, stjörnufræði og læknisfræði (vísindalegir). Grísk menning tengdist þeim, en voru forvitnari, vildu skilja allt og flokka. Sókrates sagði því: Líf, þar sem ekki er spurt um rök og ástæður, er ekki þess virði að því sé lifað.

Elstu grísku heimspekingarnir rannsökuðu heiminn.

Sófistarnir, Sókrates, Platon og Aristoteles rannsökuðu frekar manninn, samfélagið og tilveruna. Þannig mótuðu þeir helstu greinar heimspeki: rökfræði, siðfræði, sálarfræði o.s.frv.

Aristoteles hafði áhrif á að einstaka vísindagreinar sem urðu að rannsóknasviði. T.d. stjörnufræði, eðlisfræði, líffræði, landafræði o.fl.

Heimspeki og vísindi eru því lykilatriði tengt Grikkjum. Einnig sköpuðu þeir listasviðið (höggmynda-byggingalist o.fl).

Grikkir mótuðu hugsunina lýðræði.

Aþenubúar voru herraþjóð á stórveldistímanum og notuðu útlendinga (barbara) sem þræla. Konur máttu ekki taka þátt í stjórnmálalífinu.

Aristoteles hélt því fram að þrælahald væri nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið.

Uppeldi og menntun

Paideia var táknaði barnauppeldi. Uppeldishlutverkið var í höndum, grískrar listar, bókmennta, heimspeki og líkamsrækt.

Hellas var Grikkland hið forna.

Í Spörtu var markmið uppeldis að skapa hlýðni við ríkið, líkamshreysti, harðneskju og vopnfimi.

Menntahugsjónin tengdist listum og líkamsrækt. Aþenubúar áttu að stefna að báðum. Sá sem lagði bara stund á listir var veikgeðja, en bara á líkamsrækt var fávís.

Sigurinn í Persastyrjöldunum (490-450) varð grundvöllur að blómaskeiði Aþenu.

Sófistar

Sófistar voru viskukennarar og róttæklingar.

Þeir gagnrýndu kynþáttafordóma, þrælahald og kúgun kvenna.

Þeir voru leiðandi afl í menntunarviðleitni: sjá mynd bls. 25.

Þeir lögðu áherslu á málfræði, mælskulist og rökfræð.

Þeir voru með ofuráherslur á hið formlega, og tókst oft að gera svart að hvítu. Þetta þróaðist í að verða afstæðiskennd lífsviðhorf.

Aþena lenti í siðferðislegri og stjórnmálalegri upplausn á 5. öld f.Kr. Þar að leiðandi varð það eitt aðalviðfangsefni þriggja mestu hugsuða þessa tíma: Sókrates, Platon og Aristoteles.

Sókrates og Platon

Sókrates (470-399) trúði á sannleikann, og að unnt væri að tala saman á málefnalegan hátt, ekki ekki gera svart að hvítu. Þar lá leiðin til kenninga Platons.

Platon (427-347) mótaði frummyndakenninguna og lagði áherslu á óbreytanleg gildi í andstöðu við efahyggju sófistanna, rengingar þeirra, gagnrýni og breytingaráráttu.

Platon tók í arf af læriföður sínum (Sókrates) að hamingjan væri það sem við ættum að keppa að í lífinu. Þannig urðu þeir upphafsmenn að stefnu í siðfræði, hamingjustefnan.

Í skilningi Platons að á mannlegu sálarlífi voru þrír þættir: girnd, vilji og viti. Þessa þrískiptingu notaði hann í samfélagskenningu sinni. Framleiðendurnir tákna girndina, varðmennirnir (embættismenn, hermenn) viljann og heimspekingarnir (stjórnendurnir) vitið. T.d. ef framleiðendurnir sýndu hófsemi, varðmennirnir hugrekki og heimspekingarnir visku, yrði til stöðugt og réttlátt ríki.

Skoðun Platons á stjórn- og samfélagsmálum varð sem andsvar við þeirri einstaklingshyggju og lýðræðisgerð sem urðu Aþenu að falli.

Platon hrífur með skáldlegum sýnum sínum, en Sókrates snertir með persónu sinni.

Aristoteles

Platon stofnaði heimspekiháskóla í Aþenu; Akademíuna. Einn gáfaðasti nemandi hans var Aristoteles (384-322).

Aristoteles var talinn vera hinn allsgáði rannsakandi, vísindamaður og kerfissmiður. Hann skipti þekkingu sinni í fræðileg vísindi og hagnýt vísindi.

Aristoteles skipti mannsálinni í 3 starfsstig: efnaskipti, skynjun og hreyfingu og skynsemisstarfsemi.

Klukkan
Dagatal
nóvember - 2014
S M Þ M F F L
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30
FyrriNæsti